Grunnskóli Önundarfjarðar – Grunnskólakennari í hlutastarf

Laust er til umsóknar 65% starf kennara í Grunnskóla Önundarfjarðar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun ágúst 2019 eða eftir nánara samkomulagi.  Grunnskóli Önundarfjarðar er notalegur skóli með um 20 nemendur þar sem fram fer samkennsla á yngsta-, mið- og unglingastigi. Einkunnarorð skólans eru virðing, metnaður, gleði og ábyrgð.

Menntunar og hæfnikröfur:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskipum
  • Brennandi áhugi á starfi með börnum og ungmennum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagsfærni
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.

Umsóknum skal skilað til Kristbjargar Sunnu Reynisdóttur skólastjóra á netfangið Kristbjorgre@isafjordur.is.  Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2019. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Kristbjörg í síma 450-8360 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?