Bæjarskrifstofa – Innkaupa- og tæknistjóri

Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 100% starf innkaupa- og tæknistjóra. Um er að ræða nýtt starf innan stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Ísafjarðarbær kaupir vöru og þjónustu af fjölmörgum fyrirtækjum, þ.á m. fyrirtækjum í upplýsingatækni. Leitað er að dugmiklum einstaklingi sem hafa mun yfirsýn yfir vöru- og þjónustukaup sveitarfélagsins og leitar í sífellu leiða til hagræðingar.

Helstu verkefni:

 •  Útboð, örútboð og verðkannanir
 •  Stýring vöru- og þjónustuinnkaupa
 •  Samræming reksturs upplýsingakerfa
 •  Greiningarvinna og stefnumótun
 •  Samningagerð við birgja og yfirferð gildandi samninga
 •  Samskipti við birgja og flutningsaðila

Hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Háskólamenntun er kostur
 • Grunnþekking á rekstri og uppbyggingu upplýsingakerfa
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Starfsreynsla við útboðsgerð og innkaup er kostur
 • Góð almenn tölvukunnátta, talnagleggni og greiningarhæfni
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, færni í ræðu og riti
 • Hæfni í samskiptum og samningagerð
 • Þekking á rammasamningum Ríkiskaupa er kostur

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2019. Umsókn skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is og með henni skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóst thordissif@isafjordur.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?