Arctic Fish – Starfsmenn í sjóeldisdeild

Arctic Fish óskar eftir að ráða fleiri starfsmenn í sjóeldisdeild, í ört stækkandi fiskeldi á Vestfjörðum.

Laus til umsóknar eru störf við eldissvæðin á Patreks- og Tálknafirði annars vegar og Dýrafirði hins vegar.
Starfsmenn í sjóeldisdeild heyra undir stöðvarstjóra viðkomandi starfsstöðvar og vinna í hóp að daglegum verkefnum við sjóeldið á kvíunum. Starfið er fjölbreytt en helstu verkefni eru fóðrun, eftirlit og umsjón með framleiðslunni sem og viðhald á búnaði og tækjum.

Unnið er á sjö daga vöktum, þ.e unnið er í 7 daga og svo frí í 7 daga, en viðkomandi þarf að vera tilbúin(n) til að vinna sveigjanlegan vinnutíma.

LEITAÐ ER AÐ EINSTAKLINGI MEÐ EFTIRFARANDI RÉTTINDI OG HÆFNI:

  • Frumkvæði og metnaður til að skila góðu starfi
  • Stundvísi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipstjórnar- og/eða vélstjórnar réttindi
  • Reynsla af fiskeldi er kostur en ekki krafa
  • Áhugi á fiskeldi
  • Skilningur og áhugi á mikilvægi sjálfbærni í fiskeldi bæði er viðkemur samfélagi, umhverfi og fjármagni

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Umsóknir skulu berast í tölvupósti til Kristínar Hálfdánsdóttur kh@afish.is.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2021.

Var efnið á síðunni hjálplegt?