Vegagerðin – Eftirlitsmaður með nýframkvæmdum og viðhaldi á umsjónardeild á Vestursvæði

EFTIRLITSMAÐUR

Umsjónardeild Vestursvæði

Vegagerðin auglýsir eftir eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi á umsjónardeild á Vestursvæði. Um er að ræða fullt starf með starfsstöð á Ísafirði.

Tekið skal fram að starfið felur í sér ferðalög um Vestfirði og Vesturland og þurfa umsækjendur að vera tilbúnir til að sinna verkefnum á starfssvæðinu öllu.

Starfssvið

  • Eftirlit með nýframkvæmdum og viðhaldi vega á öllu Vestursvæði
  • Rýni útboðsgagna í nýframkvæmdum
  • Skráning gagna í framkvæmdakerfi
  • Skýrslugerð tengd framkvæmdum og viðhaldi
  • Mælingar tengdar framkvæmdum og undirbúningi verka

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi
  • Almenn ökuréttindi
  • Góð tölvukunnátta skilyrði
  • Nákvæmni og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
  • Góðir samstarfshæfileikar og þjónustulund
  • Gott vald á íslensku

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt öllum kynjum.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2023. Sótt er um starfið á https://www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/laus-storf/

Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er.

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Magni Grétarsson deildarstjóri umsjónardeildar Vestursvæðis í netfang mag@vegagerdin.is  sími 522-1000.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?