Tónlistarskóli Ísafjarðar – Píanókennari

Tónlistarskóli Ísafjarðar auglýsir til umsóknar stöðu píanókennara.

Starfssvið:
Píanókennsla, meðleikur með nemendum. Æskilegt er að viðkomandi sé jafnvígur á klassíska og rytmíska spilamennsku.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Tónlistarmenntun og reynsla af tónlistarstarfi
Hæfni í mannlegum samskiptum
Sveigjanleiki, frumkvæði, stundvísi og áreiðanleiki

Um er að ræða 100% starfshlutfall og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst 2023.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2023.

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Bergþór Pálsson skólastjóri, í síma 4508340/8963389 eða í gegnum tölvupóst bergthor@tonis.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Tónlistarskóli Ísafjarðar er einn elsti tónlistarskóli landsins og þar fer fram öflugt og fjölbreytt tónlistarstarf.

Nánari upplýsingar um skólann er að finna á www.tonis.is

Er hægt að bæta efnið á síðunni?