Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar – Starfsmaður á verkstæði

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar óskar eftir starfsmanni á verkstæði.

Starfsemi skíðasvæðisins er fjölbreytt þar sem unnið er að því að skapa sem bestar aðstæður til skíðaiðkunar og útivistar.

Leitað er að kröftugum starfsmanni sem sýnir frumkvæði og metnað í starfi. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið vel í liði ásamt því að vera sjálfstæður í verkefnum þegar þörf krefur.

Um er að ræða 100% starfshlutfall og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni

  • Viðhald og viðgerðir tækjabúnaðar
  • Umhirða og eftirlit á svæðinu
  • Útfylling á rekstrar- og vélardagbókum
  • Stjórnun skíðalyftu
  • Umsjón verkstæðis
  • Undirbúningur svæðis fyrir opnun
  • Skyndihjálp, aðstoð og flutningur slasaðra
  • Stjórn snjótroðara eftir þörfum
  • Önnur tilfallandi og nauðsynleg verkefni

Mennturnar og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist starfi s.s. menntun á sviði vélstjórnar, bifvélavirkjunar, stálsmíði, rafvirkjunar eða annað sambærilegt
  • Vinnuvélaréttindi
  • Reynsla af stjórnun tækja (s.s. vélsleða, vinnuvéla)
  • Þjónustulund og frumkvæði
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
  • Þekking á skíðabúnaði er kostur
  • Haldgóð þekking í skyndihjálp
  • Gild ökuréttindi

Umsóknarfrestur er til og með 24.08.2022.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við FOSVest/VerkVest.

Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Hermann Siegle Hreinsson forstöðumaður í síma 450 8400 eða á netfangið: hermannhr@isafjordur.is.

Umsóknum skal skilað til Hermanns á fyrrgreint netfang ásamt ferilskrá.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?