Menntaskólinn á Ísafirði – Sérkennari og sviðsstjóri á starfsbraut

Menntaskólinn á Ísafirði er framsækinn framhaldsskóli. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í bók-, list-, verknámi og á starfsbraut. Í skólanum er bæði kennt í stað- og fjarnámi. Um 40 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 450. Skólinn hefur það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarnám.

Á heimasíðu skólans, www.misa.is er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið sem og gæðahandbók skólans en skólinn hefur fengið ISO-9001 gæðavottun. Skólinn hefur sömuleiðis fengið ÍST 85:2012 jafnlaunavottun. Skólinn er hástökkvari ársins 2022 í Stofnun ársins fyrir að vera sú ríkisstofnun sem bætti starfskjör starfsmanna best árið 2022.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sviðsstjóri starfsbrautar kennir á starfsbraut og hefur yfirumsjón með námi á brautinni. Hann stýrir samstarfi kennara á starfsbraut í þeim tilgangi að samræma kennslu og námsmat innan sviðsins. Sviðsstjóri á starfsbraut starfar í samræmi við siðareglur kennara og þannig að hagsmunir nemenda séu ávallt hafðir að leiðarljósi.

Sviðsstjóri á starfsbraut:

  • starfar eftir starfslýsingu sem er ítarlega skilgreind í gæðahandbók á heimasíðu skólans, www.misa.is
  • vinnur að þróun námsbrautar, kennsluhátta, námsmats og þjónustu í samstarfi við stjórnendur og kennara á starfsbraut með það að markmiði að nemendur á starfsbraut fái framúrskarandi kennslu og þjónustu og tækifæri til að efla færni sína og þroska
  • sér um námskrárgerð og uppfærslu á námskrá fyrir starfsbraut
  • leiðir faglegt samstarf kennara og stuðningsfulltrúa á sviðinu
  • heldur utan um teymisfundi í tengslum við nemendur eftir þörfum og er í samstarfi við forráðamenn, félagsþjónustu, ráðgjafarstofnanir, Vinnumálastofnun og fleiri aðila sem tengjast málefnum nemenda á starfsbraut
  • skipuleggur og sér um starfsnám nemenda á þriðja og fjórða ári á starfsbraut
  • er tengiliður nemenda á starfsbraut í samræmi við farsældarlögin

Hæfniskröfur

Sviðsstjóri á starfsbraut skal:

  • hafa leyfisbréf sem veitir rétt til að nota starfsheitið kennari og uppfylla kröfur um menntun og hæfni kennara sem kveðið er á um í lögum nr. 95/2019
  • hafa háskólapróf í sérkennslufræðum eða menntun þroskaþjálfa
  • hafa yfirgripsmikla þekkingu á innviðum framhaldsskóla og málefnum nemenda með sérþarfir, þ.m.t. lögum og reglugerðum og á aðalnámskrá framhaldsskóla
  • hafa góða skipulagshæfni, vera hæfur í mannlegum samskiptum, búa yfir ríkri þjónustulund og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • hafa áhuga og getu til að taka þátt í þróunarstarfi á námsbraut og í kennsluháttum og námsmati og þverfaglegu samstarfi
  • hafa reynslu af áætlanagerð og verkefnastjórnun og drifkraft og frumkvæði til að leysa vel þau verkefni sem falla undir starfið
  • hafa góða ritfærni og munnlega færni í íslensku og ensku
  • hafa reynslu og hæfni í notkun upplýsingatækni, s.s. Office365 auk mikillar færni í leit, læsi og miðlun upplýsinga og tölvufærni til að geta náð tökum á sérhæfðum tölvuforritum sem nota þarf í kennslu og öðru starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert og stofnanasamningi MÍ. Ekki er um starf án staðsetningar að ræða.

Umsóknum skulu fylgja ýtarlegar upplýsingar um nám og starfsferil, afrit af prófskírteinum og leyfisbréfum ásamt stuttu kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Sakarvottorð þarf að fylgja umsókn.

Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarvef Starfatorgs. Ákvörðun um ráðningu byggir á innsendum gögnum. Ráðið er í starfið frá 1. janúar 2023.

Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin. Áskilinn er réttur til að nýta umsóknina í 6 mánuði frá ráðningu.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2023

Nánari upplýsingar veitir

Heiðrún Tryggvadóttir, skólameistari - heidrun@misa.is - 450 4400 og 849 8815
Hildur Halldórsdóttir Arnholtz, aðstoðarskólameistari - hildur@misa.is - 450 4400

Smelltu hér til að sækja um starfið

Er hægt að bæta efnið á síðunni?