Leikskólastjóri Laufás Þingeyri

Laust er til umsóknar starf leikskólastjóra í leikskólanum Laufási á Þingeyri. Starfshlutfall er 100% og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.

Í dag eru um 20 börn í leikskólanum Laufási. Tekin var upp heilsustefna í leikskólanum árið 2007 og fékk Laufás formlega viðurkenningu sem heilsuleikskóli þann 29. september árið 2008.

Á Þingeyri er íþróttahús, sundlaug, golfvöllur, reiðskemma og lítil verslun og þar einkennist umhverfið af mikilli náttúrufegurð. Stutt er í alla þjónustu og er Ísafjörður í um 50 km fjarlægð.

Starfssvið:

  • Að veita leikskólanum faglega forystu á sviði uppeldis og kennslu
  • Að leiða samstarf starfsmanna, heimila og leikskólans
  • Að stýra leikskólanum og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fagstarfi, starfsmannamálum, fjárhagsáætlunum og rekstri

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf leikskólakennara
  • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi
  • Þekking á rekstri
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Faglegur metnaður og hugmyndaauðgi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hæfni til að miðla upplýsingum bæði í mæltu máli og rituðu

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla.

Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2021. Með umsókn skal fylgja ferilskrá, þar sem finna má greinargott yfirlit um nám og störf, kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið og leyfisbréf leikskólakennara.

Umsóknir skulu sendar til Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri í síma 450-8370 / 663-9833 eða í gegnum tölvupóstfangið ernaho@isafjordur.is.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?