Koltra handverkshópur – Sumarstarf á Þingeyri

Koltra handverkshópur auglýsir eftir starfskrafti í upplýsingamiðstöð og handverkshús á Þingeyri fyrir sumarið 2023.

Um er að ræða tvö 75% störf og er ráðningartíminn 15. maí til 15. september. 

Unnið er alla daga vikunnar og yrði dögum skipt eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón með daglegum rekstri
  • Móttaka og samskipti við innlenda og erlenda erðamenn
  • Almenn miðlun upplýsinga um svæðið
  • Umsjón og sala á handverki handverkshóps Koltru

Hæfniskröfur

  • Nauðsynlegt er að hafa gott vald á íslensku og ensku, þriðja mál er kostur
  • Umsækjandi verður að geta unnið sjálfstætt og haf frumkvæði
  • Færni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund er mikilvæg
  • Gott er að hafa þekkingu á svæðinu eða vilja til að afla sér viðunandi þekkingar til að geta miðlað til annarra
  • Reynsla á sviði ferðamála og þjónustu er kostur
  • Umsækjandi verður að hafa náð 20 ára aldri

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2023.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda skriflegar á netfangið: koltrahandverkshopur@gmail.com 

Einnig má fá nánari upplýsingar hjá formann Koltru, Jónínu Hrönn, í síma 659 8135 eða í gegnum netfangið ninkonn@simnet.is 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?