Ísafjarðarbær - Hvesta hæfingarstöð – Stuðningsfulltrúar

Hvesta hæfingarstöð sem er vinnu- og virknimiðað úrræði fyrir fatlað fólk auglýsir laus til umsóknar störf stuðningsfulltrúa. Um er að ræða störf sem geta bæði verið í tímavinnu og í föstu starfshlutfalli sem er umsemjanlegt. Störfin eru unnin á dagvinnutíma á virkum dögum. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita þjónustunotendum stuðning við athafnir daglegs lífs
  • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd
  • Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum
  • Virkja þjónustunotendur til vinnu og ýmissa tómstunda
  • Önnur tilfallandi störf samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og samviskusemi

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest/VerkVest).

Umsóknum skal skilað til Sólveigar Erlingsdóttur, forstöðumanns í Hvestu hvesta@isafjordur.is Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2022. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?