Heilsuleikskólinn Laufás á Þingeyri – Matráður

Heilsuleikskólinn Laufás óskar eftir matráði í 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 22. ágúst 2022. Matráður hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld og bakstur, skipuleggur matseðla allt að mánuð fram í tímann og annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum. Næsti yfirmaður er leikskólastjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Matseld og undirbúningur matmáls- og kaffitíma
  • Skipuleggur matseðil í samráði við leikskólastjóra og næringarfræðing
  • Innkaup á matvælum og hreinlætisvörum
  • Uppvask, frágangur og þrif í eldhúsi
  • Afleysingar vegna forfalla

Hæfnikröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af störfum í mötuneyti æskileg
  • Reynsla af störfum í leikskóla kostur
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á að vinna á líflegum og skemmtilegum vinnustað
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Þolinmæði, umburðarlyndi og rík þjónustulund

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Kjöl/VerkVest.

Umsóknum skal skilað til Ingu Jónu Sigurðardóttur, leikskólastjóra, á netfangið ingasi@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2022. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Allar nánari upplýsingar veitir Inga Jóna í síma 450-8370 eða í gegnum tölvupóst.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?