Heilbrigðisstofnun Vestfjarða – Ljósmóðir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða ljósmóður frá 1. september 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 80% - 100% starf í dagvinnu ásamt bakvöktum. Hér er frábært tækifæri til að öðlast góða reynslu í skemmtilegu umhverfi sem er sannkölluð útivistarparadís og mjög fjölskylduvænt.

Helstu verkefni og ábyrgð

Störf ljósmóður felast meðal annars í fæðingarhjálp, umönnun sængurkvenna og nýbura á sjúkrahúsi og í heimahúsum ásamt mæðra- og ungbarnavernd á heilsugæslustöð. Starfsskyldur eru við Heilsugæsluna á Patreksfirði í fyrirfram ákveðnum ferðum þangað. Tvær ljósmæður skipta á milli sín daglegum verkum og bakvöktum utan dagvinnu.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt hjúkrunar- og ljósmóðurleyfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Starfsreynsla æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.

Í boði er að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis. Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á viðtölum við umsækjendur og innsendum gögnum.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.06.2022

Nánari upplýsingar veitir

Erla Rún Sigurjónsdóttir - faeding@hvest.is - 696 9719
Hildur Elísabet Pétursdóttir - hildurep@hvest.is - 695 2222

Smelltu hér til að sækja um starfið

Er hægt að bæta efnið á síðunni?