Heilbrigðisstofnun Vestfjarða – Framkvæmdastjóri fjármála

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra fjármála. Við leitum að framsýnum einstaklingi með yfirgripsmikla fjármálareynslu sem býr yfir frumkvæði, umhyggju og umbótavilja.
Í starfingu felst dagleg stjórnun fjármálasviðs með ábyrgð á fjármálum, reikningshaldi, launum, innkaupum, umsjón fasteigna og upplýsingatækni. Staðan tilheyrir framkvæmdastjórn og heyrir beint undir forstjóra. Aðrir starfsmenn fjármálsviðs eru sex.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. Miklar umbætur hafa átt sér stað á síðustu árum en fjölmörg tækifæri eru til að taka þær umbætur áfram og enn margt ógert
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins
  • Ábyrgð á mánaðaruppgjörum og gerð ársreiknings
  • Ábyrgð á gerð rekstraryfirlita, eftirfylgni og eftirlit með rekstri
  • Ábyrgð á tölfræðiúrvinnslu
  • Fjárhagsáætlana- og samningagerð
  • Fjárhagsleg samskipti við fjölbreytta hagsmunaaðila og stofnanir
  • Þátttaka í stjórnun innkaupa

Hæfniskröfur

  • Háskólanám sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði og hagfræði, framhaldsnám æskilegt
  • Góð þekking á greiningartólum (Excel, viðskiptagreind)
  • Reynsla af fjármálastjórn, reikningshaldi, launavinnslu og/eða mannaforráðum
  • Þekking á Oracle-kerfi ríkisins (Orra) er kostur
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góðir leiðtoga- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði, áreiðanleiki og árangurs- og þjónustumiðað viðhorf
  • Hæfni í samningatækni og samningagerð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum og umsögnum meðmælenda.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Hægt er að hafa starfsstöð á Ísafirði eða á Patreksfirði. Ísafjarðarbær- og Vestfirðir í heild- er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.
Tækifærin til útivistar eru allt um kring, enginn tími fer í ferðalög til og frá vinnu. Börnin eru eins og blóm í eggi í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttastarfi, menntaskóla og jafnvel lýðskóla eða háskóla.

Fullt af spennandi atvinnutækifærum fyrir maka og margvísleg starfsemi sem krefst háskólamenntunar á svæðinu, sjá til dæmis laus störf á vef Ísafjarðarbæjar.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.08.2022

Nánari upplýsingar veitir

Gylfi Ólafsson - gylfi@hvest.is - 450 4500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Er hægt að bæta efnið á síðunni?