Hafnir Ísafjarðarbæjar – Vélstjóri

Hafnir Ísafjarðarbæjar auglýsa laust til umsóknar 100% starf vélstjóra. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf frá og með 1. janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2022.

Hafnir Ísafjarðarbæjar eru fjórar, þ.e. á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri og er öll grunnþjónusta í boði á þessum stöðum. Megin starfsstöð vélstjóra verður á Ísafjarðarhöfn en hann mun einnig sinna verkefnum á öðrum höfnum bæjarins þegar svo ber undir. Næsti yfirmaður er hafnarstjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vélstjórn á hafnsögubát og umsjón með viðhaldi vélbúnaðar
  • Að þjónusta skip og báta sem til Ísafjarðarhafna koma, viðlegustjórn
  • Tenging og aftenging vatns og rafmagns til skipa og skráning aflesturs á notkun í afgreiðslubækur
  • Annast viðhald á eigum og mannvirkjum hafnarinnar sem honum er fært
  • Eftirlit og umsjón með búnaði, tækjum og aðstöðu
  • Ber ábyrgð á að afli sé rétt vigtaður og rétt skráður í aflaskráningarkerfið GAFL
  • Umsjón með hafnarsvæði Ísafjarðarhafna, skipulagi, umgengni, hreinsun og tiltekt
  • Öryggisgæsla á hafnarsvæðum og vinna að uppfærslu á öryggismálum hafnarinnar
  • Annast að auki ýmis verkefni sem hafnarstjóri felur honum og aðstoðar við festarþjónustu eftir því sem því verður við komið hverju sinni

Hæfnikröfur:

  • Vélstjórnarréttindi 750 kw. að lágmarki
  • Réttindi PFSO frá Slysavarnarskóla sjómanna
  • Réttindi löggilts vigtarmanns kostur (ella kostuð af vinnuveitanda)
  • Slysavarnaskóli sjómanna
  • Skipstjórnarréttindi kostur (A – réttindi)
  • Góð samskiptafærni og jákvætt viðmót
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg, önnur tungumál kostur
  • Skipulagsfærni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Bílpróf og stærri vinnuvélaréttindi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Dugnaður, vinnusemi og sveigjanleiki

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri í síma 450-8080 eða í gegnum tölvupóst á hofn@isafjordur.is.

Umsóknir skulu sendar til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af viðeigandi réttindum.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?