Grunnskólinn á Ísafirði – Stuðningsfulltrúar

Grunnskólinn á Ísafirði auglýsir laus til umsóknar störf stuðningsfulltrúa. Um er að ræða 75% störf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 21. ágúst 2022.

Starf stuðningsfulltrúa við Grunnskólann á Ísafirði tengist einkum þeim nemendum skólans sem hafa sérþarfir og/eða þurfa á sérkennslu eða á sérstakri aðstoð að halda. Einnig hópum þar sem sérstakrar aðstoðar er þörf. Oftast starfa stuðningsfulltrúar innan bekkja undir verkstjórn kennara og deildarstjóra stoðþjónustu. Til viðbótar eru þeim falin ýmis skólatengd viðfangsefni, eins og gæsla o.þ.h.. Starfstími stuðningsfulltrúa er yfirleitt 9,5 mánuðir á ári.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoð og stuðningur við nemendur
  • Eftirfylgni kennsluáætlunar og/eða einstaklingsnámskrár
  • Vinna við ýmis skólatengd verkefni
  • Gæsla nemenda
  • Samstarf við kennara og deildarstjóra stoðþjónustu

Hæfniskröfur

  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
  • Reynsla af vinnu með börnum æskileg
  • Gott frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Sveigjanleiki
  • Rík þolinmæði og umburðarlyndi
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Kjöl/VerkVest.

Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2022. Umsóknir skulu sendar til Helgu S. Snorradóttur, aðstoðarskólastjóra, á netfangið helgasn@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Helga í gegnum tölvupóst.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?