Grunnskólinn á Ísafirði – Skólaliði

Grunnskólinn á Ísafirði auglýsir laust til umsóknar starf skólaliða. Um er að ræða 100% starf frá 16. ágúst 2022.

Skólaliði sinnir ýmsum mikilvægum störfum í skólanum. Hann sér um gæslu á tilteknum svæðum innan- og utanhúss, ræstir tiltekin svæði í skólanum og aðstoðar við framkvæmd skólahalds á ýmsan máta.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með nemendum í frímínútum og hléum, úti og inni
  • Gætir nemenda þegar þörf er í kennslustofu eða annarsstaðar sem skólastjórnandi eða viðkomandi kennari óskar eftir
  • Aðstoðar nemendur
  • Sér um daglega ræstingu
  • Aðstoðar á skólasafni, í mötuneyti nemenda, við uppröðun og tilfærslu á húsgögnum, tækjum o.fl.
  • Umsjón með kaffistofu, lagar kaffi, setur í uppþvottavél o.fl.

Hæfniskröfur

  • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
  • Gott frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Kjöl/VerkVest.

Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2022. Umsóknir skulu sendar til Helgu S. Snorradóttur, aðstoðarskólastjóra, á netfangið helgasn@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Helga í gegnum tölvupóst.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?