Félagsráðgjafi í félagsþjónustu – Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar 100% starf félagsráðgjafa í félagsþjónustu. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Um er að ræða tímabundið starf til til 31. desember 2023 með möguleika á framlengingu og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er deildarstjóri félagsþjónustu.

Velferðarsvið býður meðal annars upp á:

  • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki
  • Góðan starfsanda

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Verkefni félagsráðgjafa taka til almennrar félags- og velferðarþjónustu
  • Félagsráðgjafi tekur þátt í þverfaglegu starfi innan velferðarsviðs og með samstarfsstofnunum
  • Félagsráðgjafi veitir einstaklingum og fjölskyldum félagslega ráðgjöf
  • Þátttaka í innleiðingarferli um farsæld barna á grundvelli nýrra laga
  • Málstjórn og teymisvinna með öðrum stofnunum sem koma að þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra

Menntun og hæfniskröfur

  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf
  • Reynsla af störfum sem félagsráðgjafi í félags- eða heilbrigðisþjónustu
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Gott frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð skipulagsfærni
  • Metnaður og hugmyndauðgi
  • Jákvætt viðhorf
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti
  • Hreint sakavottorð

Til greina kemur að ráða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu.

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félagsráðgjafafélag Íslands eða viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2023. Umsóknum skal skilað til Baldurs Inga Jónassonar mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Stefánsdóttir, deildarstjóri félagsþjónustu í síma 450-8000 eða í tölvupósti harpast@isafjordur.is.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?