Eimskip – Meiraprófsbílstjóri á Ísafirði

Eimskip leitar að metnaðarfullum meiraprófsbílsstjóra til starfa á starfsstöð félagsins á Ísafirði.

Hjá Eimskip á Ísafirði starfar öflugur hópur fólks í fjölbreyttum störfum sem snúa að þjónustu og sölu til viðskiptavina á svæðinu.

Starfsemi Eimskips á Ísafirði snýr að þjónustu við viðskiptavini varðandi innanlandsflutninga, inn- og útflutning.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Akstur á gámum
  • Akstur flutningabíla, lestun og losun
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meirapróf (C) er skilyrði
  • Réttindi til að aka með tengivagn (CE) er skilyrði
  • Lyftarapróf (K) er skilyrði
  • Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið gefur Arna Lára Jónsdóttir, svæðisstjóri Eimskips á Vestfjörðum, arnlj@eimskip.com.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvefinn.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2021.

Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?