Byggðasafn Vestfjarða – Sumarstarf á Þingeyri

Byggðasafn Vestfjarða leitar að sumarstarfsmanni í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Smiðjan er opin frá 1. júní – 31. ágúst kl. 10-14 miðvikudaga – sunnudags.

Viðkomandi þarf að geta sinnt jafn innlendum sem erlendum gestum, vera áhugasamur um safnið, lipur í mannlegum samskiptum og stundvís. Til greina kemur að semja við félagasamtök um að sinna yfirsetu.

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags (Kjölur/VerkVest).

Umsóknir skulu berast á byggdasafn@isafjordur.is og með umsókn skal fylgja ferilskrá. Frekari upplýsingar veitir Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður í síma 456-3291 og jona@isafjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2023.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?