Bókasafnið Ísafirði - sumarstarf

Bókasafnið Ísafirði auglýsir eftir sumarstarfsmanni í 80% starf, frá byrjun júní til ágústloka. Vinnutími er mánudaga til föstudaga kl. 12-18, auk annars hvers laugardags milli kl. 13-16.

Helstu verkefni:

  • Þjónusta við notendur bókasafnsins
  • Upplýsingagjöf og afgreiðsla
  • Frágangur og uppröðun safnefnis
  • Aðstoð við viðburði og þátttaka í öðrum verkefnum bókasafnsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Þarf að vera orðin(n) 18 ára
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Færni í mannlegum samskiptum, stundvísi og þjónustulund.

Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2023.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Kjöl/VerkVest.

Umsóknir skulu sendar til Eddu Bjargar Kristmundsdóttur forstöðumanns á netfangið edda@isafjordur.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Edda í síma 450 8220 og tölvupósti.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?