Félagafundur 18. janúar 2017

Mættir: Ívar, Soffía, Hrefna, Valdemar og Bryndís sem ritar fundargerð

 

Dagskrá:

  1. Ráðgjafar fyrir skólahóp / erindisbréf
  2. Almenningssamgöngur
  3. Svör við fyrirspurnum
  4. Gamli pottur í sundlauginni
  5. Fundur hverfisráða með Ísafjarðarbæ

 

Ráðgjafar fyrir skólahóp / erindisbréf

Hverfisráð leggur til eftirfarandi breytingar á erindisbréfi:

A ) Hverfisráð leggur til að samráðshópurinn verði skipaður og hann ráði sér ráðgjafa til samstarfs.

B ) Hverfisráð leggur til að hlutverk samráðshópsins verði eftirfarandi:

Hlutverk

-          Greina skólastarf á Flateyri og hvort eitthvað megi betur fara.

-          Koma með hugmyndir að leiðum til að styrkja skólastarf á Flateyri og færa rök fyrir ágæti hugmyndanna.

Í fundargerð bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 1. desember á liðnu ári kom skýrt fram að fallið hefði verið frá flutningi leikskólans í grunnskólann og því óeðlilegt að  það sé sérstakt hlutverk nefndarinnar að fjalla um það,  þó auðvitað geti það verið leið sem hópurinn leggur til eftir skoðun á hugsanlegum vandamálum og heppilegum lausnum á þeim.

C ) Hverfisráð óskar eftir því að í hópinn verði skipaðir tveir foreldrar, annar frá grunnskólanum og hinn frá leikskólanum. Í hópnum eru fyrir fulltrúar starfsmanna í báðum skólum og tveir fulltrúar bæjaryfirvalda.

Hverfisráð hefur engar upplýsingar um þá aðila sem stendur til að ráða sem ráðgjafa og hefur því engar forsendur til að taka ákvarðanir um þá. Eðlilegast er að hópurinn fá kynningu á þeim sem til greina koma.

Hverfisráð óskar skýringa á því hvers vegna samráðshópurinn þarf að starfa fyrir luktum dyrum.

 

Almenningssamgöngur.

Hverfisráð vísar til fyrri svara við sömu fyrirspurn fyrir ári síðan.

Okkar tillaga í fyrra var að seinka ferðinni sem fer núna kl. 15:00 frá Ísafirði til Flateyrar og Þingeyrar og láta hana fara á tímabilinu frá kl. 16:15 til 16:30 og nýtist þar með fólki sem vinnur til 16:00. 

Við veltum því sömuleiðis upp hvort ekki ætti að vera ferðir um helgar.

Því vill bregða við að síðasta ferð frá Ísafirði sleppi því að koma við á Flateyri. Ef bækistöð bílsins væri við sjoppuna gæti bílstjóri haft samband þangað og kannað hvort farþegar bíði þar.

 

Svör við fyrirspurnum.

Hverfisráð þakkar svör fyrirspurnum þó auðvitað hefðu þau mátt koma fyrir. Ráðið gerir eftirfarandi athugasemdir við þessi svör.

  1. Hvað er athugavert við þann stiga sem notast var við í fyrra? Bæjarbúar voru almennt mjög ánægðir með að hafa þennan stiga og hann var talsvert mikið notaður.
  2. Svar Ísafjarðarbæjar við fyrirspurn okkar og óskum um bætt eftirlit með gæðum neysluvatns er fullkomlega ófullnægjandi. Við lítum svo á að Ísafjarðarbær skuli sjá þorpinu fyrir drykkjarhæfu neysluvatni og í ljósi atburða á síðastliðnu hausti sé ástæða til að eftirlit sé bætt. Það hlýtur að vera hlutverk bæjaryfirvalda að sjá um samskipti við undirstofnanir sínar eins og til dæmis Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.

Hverfisráð ítrekar því fyrirspurn sína um hvernig verklag hefur verið bætt svo ekki hendi þau hörmulegu mistök sem gerð voru í fyrra, mistök sem leiddu til alvarlegra veikinda og skaða hjá matvælaframleiðendum á Flateyri.

  1. Hverfiráð er ánægt með að til standi að lagfæra þak íþróttahússins.

Enn hefur ekki borist betri starfslýsing hverfaráða sem óskað var eftir í kjölfar þess að skólamál voru ekki talin falla undir starfssvið ráðsins.

 

Gamli pottur.

Hverfisráð óskar eftir að gamli potturinn sem er inn í sundlauginni verði lagfærður og komið í notkun.

 

Fundur hverfisráða með Ísafjarðarbæ.

Bryndís mætti fyrir hönd hverfisráðsins á sameiginlegan fund hverfisráða með bæjaryfirvöldum hjá Ísafjarðarbæ á dögunum og upplýsti fundarmenn um fundinn.

 

Fundi slitið

Er hægt að bæta efnið á síðunni?