Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1041. fundur 03. desember 2018 kl. 08:05 - 08:43 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Viðauki 15 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Lagður fram viðauki 15 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar framtíðarskipulag útivistasvæðis í Skutulsfirði, frumhönnun skipulags við Seljalands-, Tungu og Dagverðardal og er þóknun ráðgjafa áætluð 2,5 milljón króna fyrir árið 2018. Þessari framkvæmd er mætt með tilfæringu innan framkvæmdaáætlunar. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar er 0 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Umræður um fjárhagsáætlun 2019.
Umræður fóru fram um fjárhagsáætlun 2019. Fjárhagsáætlun fer til síðari umræðu í bæjarstjórn á næsta bæjarstjórnarfundi.

3.Fjarskiptatenging á Ingjaldssand. - 2018110080

Kynntur samningur milli Snerpu, Fjarskiptasjóðs og Ísafjarðarbæjar, dagsettur 30. nóvember 2018, varðandi uppsetningu og rekstur á örbylgjusambandi á Ingjaldssandi þar til ljósleiðarasamband verður í boði eða ábúð á heilsársgrundvelli leggst af.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmann Snerpu og taka aftur fyrir á dagskrá bæjarráðs.

4.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018/2019 - 2018100024

Lagt er fram bréf Annasar Jóns Sigmundssonar og Jóhanns Guðmundssonar, f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 23. nóvember sl., varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Enn fremur er lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur bæjarritara dags. 26. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Frístundarúta - 2016090101

Lögð fram tillaga íþrótta- og tómstundanefndar um akstursstyrk og útfærslu á honum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera ráð fyrir kostnaði við frístundaaksturinn í fjárhagsáætlun 2019 og vísar setningu reglna til íþrótta- og tómstundanefndar.

6.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi, Seljalandsvegur 102 - 2015030069

Kynnt kauptilboð í Seljalandsveg 102.
Bæjarráð vísar tilboðinu til fyritöku í bæjarstjórn.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólk), 140. mál. Umsagnarfrestur er til 18. desember nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar á velferðarsviði.

8.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 144 - 1811017F

Fundargerð 144. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 28. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:43.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?