Bæjarráð

1041. fundur 03. desember 2018 kl. 08:05 - 08:43 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Viðauki 15 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Lagður fram viðauki 15 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar framtíðarskipulag útivistasvæðis í Skutulsfirði, frumhönnun skipulags við Seljalands-, Tungu og Dagverðardal og er þóknun ráðgjafa áætluð 2,5 milljón króna fyrir árið 2018. Þessari framkvæmd er mætt með tilfæringu innan framkvæmdaáætlunar. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar er 0 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Umræður um fjárhagsáætlun 2019.
Umræður fóru fram um fjárhagsáætlun 2019. Fjárhagsáætlun fer til síðari umræðu í bæjarstjórn á næsta bæjarstjórnarfundi.

3.Fjarskiptatenging á Ingjaldssand. - 2018110080

Kynntur samningur milli Snerpu, Fjarskiptasjóðs og Ísafjarðarbæjar, dagsettur 30. nóvember 2018, varðandi uppsetningu og rekstur á örbylgjusambandi á Ingjaldssandi þar til ljósleiðarasamband verður í boði eða ábúð á heilsársgrundvelli leggst af.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmann Snerpu og taka aftur fyrir á dagskrá bæjarráðs.

4.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018/2019 - 2018100024

Lagt er fram bréf Annasar Jóns Sigmundssonar og Jóhanns Guðmundssonar, f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 23. nóvember sl., varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Enn fremur er lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur bæjarritara dags. 26. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Frístundarúta - 2016090101

Lögð fram tillaga íþrótta- og tómstundanefndar um akstursstyrk og útfærslu á honum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera ráð fyrir kostnaði við frístundaaksturinn í fjárhagsáætlun 2019 og vísar setningu reglna til íþrótta- og tómstundanefndar.

6.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi, Seljalandsvegur 102 - 2015030069

Kynnt kauptilboð í Seljalandsveg 102.
Bæjarráð vísar tilboðinu til fyritöku í bæjarstjórn.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólk), 140. mál. Umsagnarfrestur er til 18. desember nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar á velferðarsviði.

8.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 144 - 1811017F

Fundargerð 144. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 28. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:43.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?