Bæjarráð

1036. fundur 29. október 2018 kl. 08:05 - 09:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi D-listans, mætir til fundarins sem áheyrnarfulltrúi.

1.Útkomuspá 2018 fyrir Ísafjarðarbæ. - 2017020049

Kynnt er útkomuspá 2018 fyrir Ísafjarðarbæ.
Edda María Hagalín kynnir útkomuspá 2018.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:05
 • Brynjar Þór Jónasson - mæting: 08:15

2.Ferli fjárhagsáætlunar 2019 - 2018030083

Lagt fram endurskoðað ferli fjárhagsáætlunar 2019.
Farið var yfir uppfært ferli við vinnu fjárhagsáætlunar 2019.

Gestir

 • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:30
 • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:30
 • Sædís Jónatansdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði - mæting: 08:30

3.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Umræður um drög að fjárhagsáætlun 2019
Umræður fóru fram um fjárhagsáætlun 2019.
Margrét Geirsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Sædís Jónatansdóttir, Edda María Hagalín og Brynjar Þór Jónasson yfirgefa fundinn kl. 9:03.

4.Sala á lausafé - 2018100029

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dagsett 25. október sl., um drög að reglum um sölu á lausafé. Málinu var frestað á 1034. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglur um sölu á lausafé.

5.Ákvörðun Orkustofnunar um að veita Rnes ehf. nýtingarleyfi á jarðhita í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp - 2018070016

Lagður fram tölvupóstur Skúla Thoroddsen f.h. Orkustofnunar, dagsettur 10. október sl., ásamt fylgibréfum, vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að veita Ferðaþjónustunni Rnes ehf. leyfi til nýtingar á jarðhita í landi Reykjaness við Ísafjarðardjúp.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bæjarlögmann um ákvörðun Orkustofnunar og viðbrögð Ísafjarðarbæjar við henni.

6.Aflið, samtök gegn kynferðis - og heimilisofbeldi - styrkbeiðni - 2017010042

Lagður fram tölvupóstur Hjalta Ómars Ágústssonar, verkefnastjóra Aflsins - samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, dagsettur 15. október sl., þar sem óskað er eftir styrk til starfsemi félagsins.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðninni.

7.Kynjahlutfall í fastanefndum - 2018100072

Lagt er fram bréf Katrínar Bjargar Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dags. 8. október sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum um hlutföll kynjanna í fastanefndum Ísafjarðarbæjar. Enn fremur er lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 26. október sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurn Jafnréttisstofu um hlutföll kynjanna í fastanefndum Ísafjarðarbæjar í samræmi við gögn sem lögð voru fram á fundinum.

8.Afreksbraut við Menntaskólann á Ísafirði - 2018040003

Lagt fram bréf Jóns Reynis Sigurvinssonar, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, dagsett 11. október sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær, ásamt Súðavíkurhreppi og Bolungarvíkurkaupstað, geri samstarfssamning við MÍ um stuðning við afreksíþróttasvið. Jafnframt er óskað eftir fleiri tímum í íþróttahúsinu á Torfnesi. Drög að samningi eru kynnt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Menntaskóla Ísafjarðar um innsend drög að samstarfssamningi við MÍ um stuðning við afreksíþróttasvið skólans.
Margrét Halldórsdóttir yfirgefur fundinn kl. 9:35.

Gestir

 • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:28

9.Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 25. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. mál. Umsagnarfrestur er til 8. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru, 222. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 25. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru, 222. mál. Umsagnarfrestur er til 15. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál. - 2018020003

Lögð fram umsögn Guðjóns Bragasonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. október sl., um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða forstöðumann Fjölmenningarsetursins til fundar við bæjarráð.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 507 - 1810012F

Fundargerð 507. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. október sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 507 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings um Tunguskóg 39.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 507 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar dags. okt. 2018 verði auglýst skv. 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og deiliskipulagstillaga og greinargerð frá Alta frá því í október 2018 auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 09:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?