Verkefnastyrkir NORA 2019 - seinni úthlutun

Norræna Atlantssamstarfið (NORA) auglýsir seinni úthlutun verkefnastyrkja 2019. 

Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfið) er að styrkja samstarf á Norður Atlantssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að seinni úthlutun ársins 2019. 

Þau svið sem helst eru styrkt eru eftirfarandi:

• Skapandi greinar

• Græn orka

• Lífhagkerfi

• Sjálfbær ferðaþjónusta

• Upplýsinga- og fjarskiptatækni

• Velferðarþjónusta

• Öryggismál/viðbúnaður á hafi

Umsóknarfrestur er 7. október 2019.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.