Verið að vinna lista yfir umsækjendur

Umsóknarfrestur um stöðu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar rann út á mánudag og er verið að vinna lista yfir umsækjendur og villuprófa áður en hann verður birtur. Eðli málsins samkvæmt er óvíst hvenær nýr bæjarstjóri hefur störf, en fram að þeim tíma er Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, starfandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.