Vatnsleysi á Flateyri

Vegna viðhalds á vatnslögn verður vatnslaust á Flateyri frá klukkan 09:00 til 13:00 og jafnvel lengur í dag, 4. ágúst. 

 

Allt fyrir ofan Ránargötu á Flateyri verður vatnslaust og möguleg hús í nágrenni annaðhvort vatnslaus eða örlítil truflun á vatninu sjálfu. 

 

SMS skilaboð voru send út í gær, 3. ágúst, á alla íbúa Flateyrar varðandi þetta vatnsleysi.