Vatnslaust í hluta efri bæjar

Vegna viðgerða þarf að loka fyrir vatn á Urðarvegi 31 – 80 og til fjögurra húsa við Seljalandsveg milli klukkan 10 og 14 í dag. Íbúar umræddra húsa við Seljalandsveg hafa verið látnir sérstaklega vita og íbúar á Urðarvegi ættu allir að hafa fengið SMS um vatnsleysið í gær, að því gefnu að þeir séu rétt skráðir í símaskrá 1819.is.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta vatnsleysi kann að valda.