Upplýsingafundur um breytingar í neðri bænum

Upplýsingafundur um fyrirhugaðar gatnaframkvæmdir í Tangagötu verður haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði fimmtudaginn 17. maí milli klukkan 15 og 16. Á fundinum verða einnig kynntar hugmyndir um að breyta Þvergötu, Smiðjugötu og stærstum hluta Tangagötu í svokallaðar vistgötur.