Tilkynning frá skóla og tómstundasviði

Sundlaugar og líkamsrækt: Það verður opiðí sundlaugum og líkamsrækt en gætt verður að tveggja metra reglunni, sóttvarnir auknar og verða fjöldatakmarkanir þar sem þær eiga við. Mikilvægt er að allir virði tilmælin svo ekki þurfi að grípa til harðari aðgerða.

 

Tjaldsvæði Þingeyri: Fjöldatakmarkanir eru í gildi og svæðinu er skipt upp í hólf.

Vinnuskóli: Vinnuskólinn mun ljúka störfum 31.júli. Við þökkum öllum fyrir vel unnin störf.

Skapandi sumarstörf: Starfsmenn ljúka vinnu sinni en lokaviðburðir eru í endurskoðun, nýjar upplýsingar síðar.

Leikskólar: Hugað verður sérstaklega að sóttvörnum og beðið frekari leiðbeininga frá Almannavörnum. Leikskólar opna þriðjudaginn 4.ágúst.