Tendrun ljósa á jólatrjám

Ljósin verða tendruð á jólatrjám í Ísafjarðarbæ helgarnar 30. nóvember-1. desember og 7.-8. desember. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði á hverjum stað; ljúfir jólatónar og jólasveinar sem gleðja bæði börn og fullorðna.

30. nóvember – Ísafjörður

Ljósin tendruð á jólatrénu á Silfurtorgi klukkan 16:00. Torgsala Tónlistarskóla Ísafjarðar hefst klukkan 15:30.

1. desember – Flateyri 

Ljósin tendruð á jólatrénu á Flateyri klukkan 16:00.

7. desember – Suðureyri

Ljósin tendruð á jólatrénu á Suðureyri klukkan 16:00.

8. desember – Þingeyri 

Ljósin tendruð á jólatrénu á Þingeyri klukkan 16:00.