Stytting opnunartíma í sundlauginni á Flateyri

Frá og með 11. júlí nk. mun opnunartími sundlaugarinnar á Flateyri verða styttur. 

Opnunartímar verða:

Þriðjudaga til föstudaga: opið frá 12:00 til 20:00

Helgar: opið frá 12:00 til 17:00

Lokað verður á mánudögum. 

Ástæða styttingar er mannekla og því miður neyðumst við til að stytta opnunartímann. Ef starfsfólk finnst verður strax brugðist við og opnunartíminn lengdur aftur. 

Fyrir áhugasama um starf í sundlauginni á Flateyri er hægt að senda inn póst á postur@isafjordur.is