Stóri plokkdagurinn 24. apríl

Stóri plokkdagurinn verður haldinn laugardaginn 24. apríl næstkomandi. Ísafjarðarbær hvetur íbúa til virkrar þátttöku í deginum og plokka í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum.

Hægt verður að skilja ruslið sem safnað er eftir á eftirfarandi stöðum:

Flateyri: Aftan við bensínstöðina
Hnífsdalur: Framan við gamla barnaskólann
Ísafjörður, efri bær: Við áhaldahúsið
Ísafjörður, eyri: Í skotið bílastæðamegin við Stjórnsýsluhúsið
Ísafjörður, Holtahverfi: Við sparkvöllinn, Góuholtsmegin
Ísafjörður, Seljaland: Aftan við strætóskýli á Brúarnesti
Ísafjörður, Tunguhverfi: Við glergáminn hjá Bónus
Suðureyri: Við glergám hjá hafnarvog

Þingeyri: Við flöskusöfnun á tjaldsvæði

Gæta þarf þess að ruslapokar sem skildir eru eftir séu vel lokaðir og ef þeir eru mjög léttir gæti verið gott að fergja þá með steini.

Góð plokkráð:
  • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
  • Útvega sér ruslapoka, hanska og ekki er verra að nota plokktöng.
  • Klæða sig eftir aðstæðum.
  • Virða samkomubann og gæta að tveggja metra reglunni.
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.