Söfnun lífræns sorps fer vel af stað

Söfnun lífræns sorps fer vel af stað og fyrstu tölur bera það með sér að 19% alls heimilissorps hafi verið flokkað sem lífrænt. Spennandi verður að sjá næstu tölur sem ættu að gefa vísbendingu um það í hvaða átt við stefnum í þessum efnum. Ef lífræna sorpinu er bætt við þau 16,5% sem að jafnaði safnast af endurvinnsluefnum er þó ljóst að við urðum næstum tvo þriðju hluta alls sorps svo enn er talsvert svigrúm til umbóta.

Athugið að hér er miðað við vigt en ekki ummál og endurvinnsluefni eru talsvert eðlisléttari en bæði lífrænt og almennt sorp.