Samþykkt breytinga á deiliskipulagi í miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri

Samþykkt breytinga á deiliskipulagi Þingeyrar (miðbæjar- og hafnarsvæðis) vegna Gramsverslunar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 18. apríl 2024 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þingeyrar, miðbæjar- og hafnarsvæðis, vegna Gramsverslunar.

Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar.

Breytingin felur í sér að halda Gramsverslun á sínum stað, þó með stækkuðum byggingarreit svo möguleiki sé á að færa húsið lítillega til vesturs, frá Salthúsinu við Hafnarstræti 5, samhliða því að húsið verður gert upp. Núverandi lóðamörk Gramsverslunar eru auk þess stækkuð til vesturs og lóðamörk Vallargötu 3 minnkuð á móti. Á milli lóðanna kemur nýr göngustígur á bæjarlandi sem tengir skrúðgarðinn við Vallarstræti. Vestast á stækkaðri lóð Gramsverslunar er gerður nýr byggingarreitur fyrir timburhús í gömlum stíl sem kallast á við Salthúsið.

Að öðru leyti gilda skilmálar og kvaðir deiliskipulagsins

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar