Samið við VÍS um vátryggingar

Ísafjarðarbær hefur tekið tilboði Vátryggingafélags Íslands sem barst í útboði á alhliða vátryggingum fyrir rekstur og eignir sveitarfélagsins, stofnanir þess og dótturfélaga. 

Útboðið var gert í samstarfi við Ríkiskaup og var opnunardagsetning tilboða 6. desember 2021. Tilboð bárust frá þremur fyrirtækjum:

Vátryggingafélag Íslands: kr. 29.030.408,-
Sjóvá: kr. 30.798.148,-
Tryggingamiðstöðin: kr. 36.509.505,-

Nýr samningur við VÍS tók gildi 1. janúar.