Samið við Landamerki um rekstur tjaldsvæðis á Flateyri

Ísafjarðarbær hefur samið við fyrirtækið Landamerki um rekstur á tjaldsvæðinu á Flateyri sumarið 2022.

Landamerki sér um rekstur fjölda tjaldsvæða víðsvegar um landið, meðal annars á Akranesi, Varmalandi, Borgarnesi, Dalvík, Seyðisfirði, Hellu, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Grindavík ásamt öllum fimm tjaldsvæðunum í Fjarðabyggð.

Með nýjum rekstraraðila bætist Flateyri við sem áfangastaður á utilegukortid.is.