Reykköfunaræfing hjá slökkviliðinu

Slökkvilið Ísafjarðar æfði reykköfun í húsnæði Krúsarinnar á Ísafirði um liðna helgi. Alla jafna æfir slökkviliðið einu sinni í mánuði og eru æfingarnar mismunandi í hvert sinn en í þetta sinn var reykköfun með og án hitamyndavéla æfð. Hitamyndavélar greina hita í gegnum reyk og gera notendum kleift að mæla hita á svæði sem ekki er í beinni augnsýn. þannig er hægt að sjá hvar mesti hitinn er og stjórna slökkvistarfi út frá því. Myndavélarnar geta einnig greint hita frá manneskjum sem leitað er að.

„Æfingin gekk vel og allt var notað af bruna- og körfubílnum.“ segir Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri.