Ráðning skólastjóra við sameinaðan leik- og grunnskóla á Flateyri

Kristbjörg Sunna Reynisdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við sameinaðan leik- og grunnskóla á Flateyri.  Kristbjörg lauk námi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands árið 2011 með B.Ed gráðu í grunnskólakennarafræði.  Frá 2006 hefur hún starfað sem grunnskólakennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar, m.a. sem umsjónar- og fagreinakennari.

Kristbjörg mun hefja störf þann 1. ágúst næstkomandi og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.