Óskað eftir tilnefningum til bæjarlistamanns

Ómar Smári Helgason, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2019.
Mynd: Act Alone – Ásgeir Helgi Þrastarso…
Ómar Smári Helgason, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2019.
Mynd: Act Alone – Ásgeir Helgi Þrastarson.

Atvinnu- og menningarmálanefnd óskar eftir tilnefningum til bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2020.

Listamenn sem hafa búið í Ísafjarðarbæ um tveggja ára skeið koma til greina sem bæjarlistamenn Ísafjarðarbæjar. Tilnefningunni skulu fylgja rök fyrir því hvers vegna viðkomandi listamaður ætti að hljóta nafnbótina.

Tekið er við tilnefningum til og með 2. júní n.k. á netfangið postur@isafjordur.is.

Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar verður útnefndur á einleikjahátíðinni Act Alone sem fram fer á Suðureyri 6.-8. ágúst nk.