Óskað eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðis í Tungudal

Ísafjarðarbær, óskar eftir tilboðum í verkið ,,Tjaldsvæðið í Tungudal 2018”. Verkið felur í sér að sjá um rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal. Samningstími hefst 1. maí 2018 og lýkur 1. október 2022. Heimilt verður að framlengja samninginn til 1. október 2024 sé það vilji beggja aðila.

Hægt verður að sækja útboðsgögn hjá umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði. Tilboðin verða opnuð í sal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu þriðjudaginn 27. mars 2018 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska.