Óskað eftir tilboðum í jarðvegsskipti á lóð nýrrar slökkvistöðvar

Dagsetning opnunar: 30. júlí 2025.

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Slökkvistöð á Ísafirði - jarðvegsskipti“.

Um er að ræða uppgröft, flokkun og förgun á úrgangi á lóð slökkvistöðvar við Suðurtanga. Um er að ræða ca. 1000 m² svæði.

Gert er ráð fyrir að megnið af uppgreftrinum sé brotajárn en þá sé einnig veiðafæri og timbur.

Helstu stærðir eru:

  • Brotajárn og togvírar 500 tonn.
  • Annar úrgangur 300 tonn
  • Timbur 100 tonn
  • Veiðafæri 100 tonn

Verkinu skal vera að fullu lokið 10. september 2025.

Útboðsgögn verða til afhendingar hjá Verkís, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði frá og með 23. júní 2025. Þeir sem vilja fá útboðsgögn afhent skulu senda ósk um það á netfangið aj@verkis.is.

Tilboðin verða opnuð hjá Ísafjarðarbæ í Stjórnsýsluhúsinu, 2. hæð, 30. júlí 2025 klukkan 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.