Óskað eftir tilboðum í endurgerð gangstétta á Ísafirði

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Gangstéttir á Ísafirði 2018“.

Um er að ræða endurbyggingu á gangstéttum við Engjaveg og Stórholt. Fjarlægja brotna gangstétt, uppúrgröft undirlags, lagningu neðra burðarlags og steypu gangstéttar.

Helstu stærðir eru:

Gröftur                                           150 m³

Gangstéttir                                     780 m²

Verkinu skal vera að fullu lokið í 31. júlí 2018.

Útboðsgögn verða til afhendingar á minnislykli hjá Ísafjarðarbæ, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði frá og með 15. mars 2018. Tilboðin verða opnuð hjá Ísafjarðarbæ í Stjórnsýsluhúsinu, 4. hæð, 5. apríl 2018 klukkan 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.