Óskað eftir tilboðum í endurbætur á þaki yfir íþróttasal íþróttahússins á Flateyri.

Íþróttahús, Flateyri.

  

Þakviðgerð

 Almennt útboð

 Tækniþjónusta Vestfjarða ehf,  fyrir hönd Ísafjarðarbæjar óskar eftir tilboðum í endurbætur á þaki yfir íþróttasal íþróttahússins á Flateyri.

 Verkkaupi:       Ísafjarðarbær, kt: 540596-2639.

 

Verkefnalýsing:

Verkið felur í sér rif á þakdúk og lofttúðum og endurnýjun á borðaklæðningu ef þess er talin þörf.  Smíða skal loftstokk á núverandi þak til að bæta loftun og leggja svo nýtt tvöfalt lag af bræddum þakpappa yfir þakflöt ásamt kantfrágangi með stáláfellum.

 Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi:

  • Timburlektur               144 m
  • Loftstokkur á þak          18 m
  • Stáláfellur                   110 m
  • Rífa þakdúk                 508 m2
  • Leggja þakpappa         508 m2 

 

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 28. september 2018.

Framkvæmdir geta hafist strax eftir að verksamningur hefur verið undirritaður.

Útboðsgögn verða afhent hjá Tækniþjónustu Vestfjarða, Aðalstræti 26, Ísafirði

frá og með 15. júní 2018.

 

Tilboðin verða opnuð hjá Tækniþjónustu Vestfjarða, föstudaginn 28. júní n.k.  kl: 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.