Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Við vekjum athygli á að opið er fyrir umsóknir í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar. Hægt er að sækja um rafrænt og má nálgast frekari upplýsingar um Vinnuskólann á slóðinni https://www.isafjordur.is/is/thjonusta/atvinna/vinnuskolinn
Ólíkt því sem tíðkast víða þá er engin lögheimilisskylda og eru börn annars staðar að af landinu velkomin í skólann, að því gefnu að þau séu á réttum aldri, þ.e.a.s. fædd árin 2002, 2003 eða 2004.