Öll vötn til Dýrafjarðar: Kraftmikill íbúafundur

Mynd: KÞH - byggdastofnun.is
Mynd: KÞH - byggdastofnun.is

Vel sóttur og kraftmikill íbúafundur var haldinn á Þingeyri miðvikudaginn 11. september s.l. Fundurinn er árlegur íbúafundur sem haldinn er í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar, sem er samstarfsverkefni íbúa, sveitarfélags, landshlutasamtaka og Byggðastofnunar og er hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættum byggðum.

Meðal þess sem rætt var voru atriði er lutu að samgöngum og fjarskiptum auk þess sem umhverfismál voru fundargestum hugleikin. Þá lögðu íbúar áherslu á að vera skapandi og fjölskylduvænt samfélag og var áhugi fyrir því að meta, kortleggja og skipuleggja stöðu og framlag listarinnar til samfélagsins og halda áfram að efla stuðning við atvinnurekstur í samfélaginu.

Nánar er hægt að lesa um fundinn á vef Byggðastofnunar.