Nýjar upplýsingar vegna óveðursspár

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur, í samráði við lögreglustjóra allra umdæma landsins, lýst yfir óvissustigi vegna óhagstæðrar veðurspár.

Almannavarnarnefnd mælist til þess að börn verði heima þriðjudaginn 10. desember. Skólar verða opnir en búast má við versnandi veðri eftir því sem líður á daginn og því gæti reynst erfitt að koma börnum heim. Foreldrar eru beðnir um að láta vita ef börn þeirra mæta ekki.

Eins hvetur lögreglan til þess að fólk sé ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Ef veðurspáin gengur eftir verður ekkert ferðaveður á þriðjudag, hvorki innanbæjar né utan.