Ný stoppistöð gámabíls á Þingeyri

Bíll Gámaþjónustu Vestfjarða stoppar hér eftir á nýjum stað á Þingeyri til að taka á móti sorpi frá einstaklingum. Stoppað verður við hús björgunarsveitarinnar Dýra en ekki við Hafnarstræti 15 eins og hingað til. Vonandi leggjast þessar breytingar vel í íbúa.