Mokstur á helginni

Það stefnir í klassískan norðaustan á helginni með talsverðri ofankomu frá og með seinnipart laugardags. Búast má við að færð innanbæjar eigi eftir að spillast talsvert og eru íbúar beðnir um að búa sig undir það. Ef veður leyfir munu starfsmenn áhaldahúss ráðast í opnanir stofnbrauta seinni partinn á sunnudag, en eins og spáir núna er ekkert sérlega líklegt að það takist. Á mánudegi verða hins vegar allar bjargir notaðar og byrjað að moka strax uppúr klukkan 5 að morgni. Eins og mokstursreglur segja til um verður lögð áhersla á strætóleiðir fyrst um sinn, en svo farið í aðrar opnanir og verkið unnið eins hratt og mögulegt er.