Milliliðalaust í heita pottinum

Klukkan 17.30 á miðvikudag verður í annað sinn blásið til pottaspjalls í Musteri vatns og vellíðunnar í Bolungarvík undir heitinu „Milliliðalaust í heita pottinum“. Í síðustu viku lageraði sig í pottinum Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, en nú á miðvikudag sitja þar ísfirski bæjarstjórinn í Bolungarvík og bolvíski bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ, þeir Jón Páll Hreinsson og Guðmundur Gunnarsson. Fundarstjóri er Magnúr Már Jakobsson, forstöðumaður Musterisins.