Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna veglagningar yfir Dynjandisheiði

Mörk aðalskipulagsbreytingar
Mörk aðalskipulagsbreytingar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 6. maí 2021 að auglýsa skipulags- og matslýsingu dags. í mars 2021, f.h. Vegagerðarinnar, skv. VII kafla skipulagslaga 123/2010 vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020, vegna veglagningar Vestfjarðavegar (60) yfir Dynjandisheiði frá Dynjandisvogi að sveitarfélagsmörkum Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar.

Markmiðið með breytingunni er að gera heilsárssamgöngur mögulegar um Vestfjarðaveg, milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Dýrafjarðargöng voru tekin í notkun í október 2020 en þau munu ekki nýtast að fullu fyrr en heilsárvegur hefur verið gerður yfir Dynjandisheiði.

Hægt er að kynna sér lýsinguna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan eða hjá umhverfis- og eignasviði, 4. hæð Stjórnsýsluhússins. Mikilvægt er að íbúar kynni sér efni lýsingarinnar vel og skili inn ábendingum ef þeir telja að eitthvað megi betur fara.

Öllum þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri er boðið að senda þær skriflega til bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafiði eða í tölvupósti til skipulag@isafjordur.is, í síðasta lagi 20. júní 2021.

Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi

_______________________________________

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar